ArcÍS ráðstefnu 2021 frestað
Stjórn ArcÍS hefur tekið ákvörðun um að fresta ArcÍS ráðstefnunni sem átti að halda þann 23. september á Hótel Natura.
Miðað við stöðuna nú og óvissu um framhaldið þá teljum við skynsamlegast að færa hana þangað til í lok marsmánaðar á næsta ári, er það gert með von um að geta séð sem flesta.
Að því sögðu og rituðu þá viljum við halda nokkrar vefkynningar rétt eins og við gerðum síðasta vetur við góðar undirtektir. Kynna fyrir ykkur helstu nýjungarnar í ArcGIS. Við munum senda út dagskrá og efni kynninga fljótlega.